Upplýsingatækni og myndmennt í kennslu
Margmiðlun til náms og kennslu - NOK048F (2013V)
Ragnheiður Líney Pálsdóttir
Segja má að menntastefna sé umhverfisstefna Netsins.
Með notkun Netsins í skólastarfi eru nemendur settir inn í hringiðu upplýsingaheims sem á köflum einkennist af ringulreið og miður hollu efni en sem í annan stað geymir dýrustu perlur menningarinnar.
Í þessum efnum er því mikilvægt að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir, sem eru að setja inn efni á Netið, hafi í huga að það er menntavöllur barna og ungmenna.
Með skýrt fram settum námsmarkmiðum í aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla gefst einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum í landinu kjörið tækifæri til að marka sér skýra stefnu í því hvernig þau haga framsetningu þess efnis sem sett er á Netið þannig að það nýtist við kennslu og til ræktunar mannauðs Íslendinga.
Einn mikilvægasti eiginleiki upplýsinga- og samskiptatækni er að gera einstaklingnum mögulegt að fást við verkefni
sem án tækninnar væru eingöngu á færi sérfræðinga.
Upplýsingatækni eykur getu og færni líkt og ritmálið á sínum tíma. Eins og ritmálið jók við getu samfélagsins til að varðveita flókna þekkingu og miðla henni á milli kynslóða gerir upplýsingatæknin einstaklingnum mögulegt að varðveita og fást við flókna hluti sem hann hefði annars orðið að leita sér aðstoðar við.
Í Aðalnámskrá framhaldsskóla er lögð mikil áhersla á að notaður verði viðeigandi vél- og hugbúnaður í hverri námsgrein. Með þeim hætti kynnist nemandinn notagildi upplýsinga- og samskiptatækni á sem flestum sviðum og öðlast með því færni í að beita henni.
Heimildir: