Upplýsingatækni og myndmennt í kennslu
Margmiðlun til náms og kennslu - NOK048F (2013V)
Ragnheiður Líney Pálsdóttir




Litahringurinn er samsettur úr frumlitunum (primary colours).
Johannes Itten setti litahringinn upp í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag. Frumlitirnir eru þrír: gulur, rauður og blár.
Frumlitirnir eru einstakir, þá er ekki hægt að blanda úr öðrum litum. Þegar gulum og rauðum er blandað saman kemur út appelsínugulur, þegar rauðum og bláum er blandað saman kemur út fjólublár og þegar bláum og gulum er blandað saman verður útkoman grænn litur. Heitir og kaldir litir, blár er dæmi um kaldan lit, þeir litir sem eru sömu megin á litahringnum og blái eru kaldir.
Rauður er dæmi um heitan lit, þeir litir sem eru sömu megin á litahringnum eru heitir litir þ.e. frá gulum til fjólubláa.