Upplýsingatækni og myndmennt í kennslu
Margmiðlun til náms og kennslu - NOK048F (2013V)
Ragnheiður Líney Pálsdóttir
Öll listgreinakennsla miðar að því að þroska sköpunargáfu, efla sjálfsvitund og auka menningarskilning nemenda.
Í upplýsingasamfélagi hafa nemendur aðgang að ofgnótt þekkingarbrota og hlutverk skólanna er að gefa nemendum forsendur til þess að raða brotunum saman í merkingarbæra heild.
Skilgreint hlutverk listgreinakennslu er tvíþætt: Í fyrsta lagi að kenna tjáningarleiðir listgreinanna, tjáningarleiðir sem mannkynið hefur þróað með sér frá fyrstu tíð. Í öðru lagi að vekja með nemendum vitund um tilgang, merkingu og samhengi í listum.
Við skipulag náms í listum skal gæta þess að nemendur fái þar tækifæri til að auka þekkingu sína, öðlast og þjálfa færni og efla skilning sinn á viðfangsefninu listum.
Átt er við að veita nemendum aðgang að þeirri þekkingu seminntaksflokkar námskrárinnar kveða á um og þjálfa þá færniþætti sem greinarnar útheimta, þ.e. sköpun/túlkun/ tjáningu og skynjun/greiningu/mat. Nemendur þjálfist í að beita þeirri þekkingu og færni sjálfstætt til þess að efla skilning sinn og mynda sér persónuleg viðhorf til lista.
Heimildir:
Aðalnámsskrá Framhaldsskóla. Listir, 1999