top of page

Upphaf  Íslenskrar leirlistar er rakið aftur til ársins 1930,  er því saga hennar mjög stutt.

Árið 1969 var byrjað að kenna leirlist sem listgrein við Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Tíu árum síðar eða  27. mars 1981 tóku nokkrar leirlistakonur sig saman og stofnuðu félag íslenskra leirlistamanna.

Félagið var ætlað öllum menntuðum leirlistamönnum hvort sem þeir unnu að nytjalist eða frjálsri myndlist.



Takmarkið var að efla veg og virðingu greinarinnar á Íslandi ásamt því að koma upp faglegu félagi með samband út í heim svo íslenskt leirlistafólk gæti fylgst með straumum og stefnum.

Félagið hefur vaxið og dafnað, félögum hefur fjölgað frá því það var stofnað og reglulega hafa verið haldnar yfirlitssýningar á vegum þess. Félagar hafa verið virkir í listalífinu, með uppsettningum einkasýninga og þátttöku í samsýningum bæði hér heima og erlendis.Nafn félagsins í dag er Leirlistarfélag Íslands.



Heimild

© Copyright 2013 - Ragnheiður Líney Pálsdóttir

  • Facebook Classic
  • Flickr Classic
  • YouTube Classic
  • Pinterest Classic
  • Twitter Classic
  • RSS Classic
  • Google Classic
bottom of page