top of page

Blönduð tækni er þegar mörgum aðferðum er blandað saman og útkoman verður listaverk, hljóðverk, grafík eða eitthvað tölvugert.



Hún felst í því að setja saman t.d. myndir og hljóð og láta áhorfendur/áheyrendur um að tengja efnið saman.



Blönduð tækni er upprunnin í kvikmyndum en var fljótlega líka notuð í útvarpi. Nú er henni oft beitt í rafrænum miðlum, m.a. á netinu og á tölvudiskum.



Blönduð tækni er markvisst notuð til að vekja tilfinningar og hugmyndir áhorfenda.



Efni sem búið er til með blandaðri tækni er oft magnað og þrungið tilfinningu.

Algengt er að sýna áhorfendum tvær myndir hvora strax á eftir annarri t.d. mynd af líkkistu og svo strax á eftir mynd af svipbrigðalausu mannsandliti.

Ósjálfrátt myndum við álykta að maðurinn væri hryggur af því að myndin af kistunni kallar þá tilfinningu fram í huga okkar.

Ef við sýndum mynd af börnum að leik og síðan sama sviplausa andlit myndum við líklega líta svo á að andlitið væri glaðlegt.

Heimild

© Copyright 2013 - Ragnheiður Líney Pálsdóttir

  • Facebook Classic
  • Flickr Classic
  • YouTube Classic
  • Pinterest Classic
  • Twitter Classic
  • RSS Classic
  • Google Classic
bottom of page