Upplýsingatækni og myndmennt í kennslu
Margmiðlun til náms og kennslu - NOK048F (2013V)
Ragnheiður Líney Pálsdóttir
Þverfagleg kennsla er kennsluaðferð þar sem fögum er blandað saman.
Í þverfaglegu námi eru gerðar kröfur til nemenda um sjálfstæði og skapandi vinnubrögð. Verkin eru oftast stór og nemendur gerðir ábyrgir fyrir útfærslu þeirra undir leiðsögn kennara. Algengt er að samþætting greina sé notuð til þess að dýpka skilning nemenda á ákveðnum hlutum.
Þverfaglegt nám:
Með þverfaglegu námi er átt við að nám sé samsett úr námskeiðum fleiri en eins sviðs eða deildar innan þess. Krafa samfélagsins er að einstaklingar hafi vitneskju á fleiri en einu sviði.
Þverfaglegt námskeið er námskeið sem höfðar til nemenda úr tveimur eða fleiri deildum. Það getur einnig vísað til námsbrautar sem tvær eða fleiri deildir standa að baki.
Breiðari menntun
Atvinnulíf nútímasamfélagsins þess í auknum mæli að fólk hafi breiðari menntun en áður. Til að mæta auknum kröfum atvinnulífs hefur lausn manna í menntakerfinu verið að skipta niður þekkingu í einstök þekkingarsvið. Sérhæfður einstaklingur er hins vegar veikari gagnvart breytingum en einstaklingur sem hefur breiða og víðtæka þekkingu.
Aðlögunarhæfnin eykst með þverfagleikanum. Þverfaglegur bakgrunnur gerir mönnum auðveldara að vinna úr þeim mismunandi upplýsingum sem þeim berast á hverjum degi. Sakir þessa er áhersla að færast yfir á þverfaglegt nám í auknum mæli.
Heimildir:
Aníta Ómarsdóttir og Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir. (2009). Heilstætt kennsluferli um Norðurlöndin ásamt hugmyndabanka. Greinagerð. Tekið af Netinu 14/4 2013 af slóðinni
Háskóli Íslands. (2013). Tekið af Netinu 14/4 af slóðinni
