The hour of code
- Ragnheiður Líney
- Dec 11, 2015
- 1 min read
Lindaskóli tók þátt í forritun í alþjóðlegu forritunarvikunni 7.-13. desember. Lindaskóli ætlar einnig að halda áfram með verkefnið í næstu viku.
Meira en 100 milljón nemenda um allan heim hafa tekið þátt í þessu verkefni á undanförnum árum. Reiknað er með að um 115.000 skólar taki þátt á heimsvísu.
Allir grunnskólarnir í Kópavogi tóku þátt í þessu verkefni og nota m.a. til þess spjaldtölvur sem skólarnir fengu í haust.
Foreldrar eru hvattir til að skoða kennsluefnið með börnum sínum á vefslóðinni www.code.org
Efnið er skemmtilegt, áhugavert, hvetjandi og að einhverju leiti á íslensku.
Tökum höndum saman og hvetjum nemendur í Lindaskóla til að vera skapandi og jákvæð á netinu.

Comments