top of page

Spjaldtölvurnar afhentar

  • Ragnheiður Líney Pálsdóttir
  • Jun 11, 2015
  • 1 min read

banner lInd.JPG

Í dag var stór dagur í Kópavogi þegar spjaldtölvurnar voru afhentar í skólum bæjarins á mjög formlegan hátt. Kópavogur fær rós í hnappagatið fyrir flotta innleiðingu og kynningu sem starfsmenn fengu. Þeir fengu Ipad air 2 og hulstur. Ég var beðin um að láta alla kennara stofna Apple ID fyrir daginn í dag, en það virtist það ekki þurfa því þeir máttu ekki skrá sig inn á "TUNES" eða "STORE". Jú, kannski þurfti það vegna þess að við þurfum öll að skrá okkur í gegnum kerfi sem Kópavogsbær setur upp sem heitir agent.

Mér fannst líka sérstakt að kennarar voru varaðir við að stofna marga reikninga á spjaldtölvunni en hingað til veit ég að hefur ekki verið neitt vandamál. Ég hef grun um að það tengist búnaði til þess að rekja spjaldtölvuna en Kópavogsbær áskilur sér rétt að geta staðsett tækið. Kennarar hafa síðan verið að lenda í vandamálum með ITUNES og greiðslukort því APPLE krefur fólk um greiðslukort til þess að geta skráð ID sitt. Þetta finnst mér mikill galli því það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk eigi greiðslukort til þess að geta notað vöru.

 
 
 

Comments


Núverandi færsla

Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.

 

 

Sendu mér skilaboð

Skilaboðin voru send!

© 2015 - Ragnheiður Líney Pálsdóttir

bottom of page