top of page

Um mig

 

Sjá ferilsskrá á Linkedln

 

 

Ég er myndlistakennari að mennt og útskrifaðist frá KHÍ árið 2002. Ég hóf mastersnám árið 2009 með vinnu, í upplýsingatækni og miðlun í HÍ og á brot af lokaritgerðinni minni eftir sem gefur mér M.Ed gráðu í upplýsingafræðum.

 

Ég hef mikinn á huga á sköpun í skólastarfi og því tel ég upplýsingatækni vera góður kostur fyrir nemendur. Mér finnst mikilvægt að það sé þverfagleg kennsla í skólum þar sem upplýsingatæknin kemur að flestum fögum. Þessi þverfaglega kennsla ætti að vera skylda á öllum skólastigum.
 

Aðalnámsskrá grunnskóla (2013) leggur mikla áherslu á þverfaglega kennslu í upplýsingatækni og sköpun.

 

Ég tel mikilvægt að styðja kennara þegar kemur að upplýsingatækni svo þeir verði öruggari í heimi tækninnar og öruggari gagnvart nemendum þegar kemur að kennslu. Að kenna kennurum á tækni gleymist of á tíðum þegar innleiðing á nýrri tækni er. Mér finnst mikilvægt sem sérfræðingur á mínu sviði að halda utan um þá þekkingu sem ég hef og miðla til kennarahópsins sem stuðningur við þá þekkingu sem þeir hafa.
 

Tæknin kemur aldrei í staðin fyrir það sem er gamalt og gott en hún eykur fjölbreytileika í skólastarfi og gerir kröfur um breytta hugsun og kennsluhætti. 

 

Ég hef 10 ára reynslu sem upplýsingatæknikennari, deildarstjóri og fagstjóri. Ég hef séð upplýsingatæknina breytast ört á þessum tíma og hef þurft að hafa mig alla við til þess  að fylgjast með og læra. Áður voru þetta bara tölvur en núna eru þetta spjaldtölvur og símar.

Við erum sítengd og erum gerum aðrar kröfur til upplýsinga en fyrir 10 árum.
Vonandi verður þessi vefsíða hjálpleg.

 

Ragnheiður Líney Pálsdóttir, kennari og fagstjóri í Lindaskóla.

 

© 2014 - 2015. Ragnheiður Líney Pálsdóttir, Kennari í upplýsingatækni.

bottom of page